fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Hvað gerir Gemma?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Foster lækni höfum við fylgst með Gemmu verða æ brothættari vegna framhjáhalds eiginmanns síns. Í síðasta þætti gerði hún tilraun til að drekkja sér. Ómögulegt er að vita hvað hún gerir næst. „Hver stund sem við áttum saman var fölsk,“ sagði hún um samband sitt við eiginmanninn. Vitaskuld er ekki hægt að ætlast til að manneskju líði vel eftir að hafa árum saman lifað í blekkingu, eins og Gemma hefur gert. En eins og vitur persóna í þáttunum sagði við Gemmu: „Maður verður að fara varlega þegar maður er í uppnámi.“ Meinið er að Gemma er ekki í jafnvægi og ófær um að gæta sín.

Gemma er ekki gömul og ætti að vita að það er eiginlega aldrei of seint að byrja nýtt líf og hætta að eyða tíma í jafn ómerkilega manneskju og maðurinn hennar sannarlega er. Hann barnaði unglingsstúlku og lætur eins og ekkert sé meðan heimur eiginkonu hans er að hrynja.

Síðasti þátturinn í þessari þáttaröð verður næsta þriðjudagskvöld og þá verður ljóst hvernig fer fyrir Gemmu. Hún virðist hreinlega vera að missa vitið. Það er varla hægt að hrósa Suranne Jones sem leikur Gemmu nægilega vel. Hún túlkar kvöl Gemmu á svo magnaðan hátt að áhorfið tekur á mann. Spennan er sannarlega mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2