fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vonuðust til að finna gull í sokknum kafbáti nasista – Fjársjóðurinn kom mjög á óvart

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 06:06

U-534 á þurru landi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1986 fannst flak þýska kafbátsins U-534 á botni Kattegat við Danmörku. Samkvæmt heimildum úr síðari heimsstyrjöldinni var kafbáturinn fullur af gulli, eðalsteinum og verðmætum málverkum.

Það voru því vongóðir menn sem fögnuðu mjög þegar tókst að bjarga kafbátnum á þurrt land 1991. Þeir sáu eflaust mikið ríkidæmi fyrir sér það sem gull myndi nánast velta yfir þá og gera þá mjög auðuga.

En fögnuðurinn varði væntanlega ekki lengi því um borð í kafbátnum voru hvorki gull né eðalsteinar. Aftur á móti var mikið af smokkum, ensku gini og gömlum osti. Side3.no skýrir frá þessu.

Fjölmiðlar höfðu mikinn áhuga á málinu á sínum tíma en danski auðmaðurinn Karsten Ree setti sem nemur um hálfum milljarði íslenskra króna að núvirði í björgun kafbátsins en hann taldi þetta vera vænlega fjárfestingu með tilliti til fjársjóðsins sem átti að vera um borð í bátnum.

Áhugi fjölmiðla á kafbátnum og björgun hans dvínaði þó fljótt þegar í ljós kom að ekkert gull var um borð í honum en smokkar, gamall ostur og enskt gin þótti ekki spennandi umfjöllunarefni.

Kafbáturinn var síðan seldur og er nú í Piear Head í Liverpool á Englandi en þar geta áhugasamir skoðað kafbátinn, sem er í sex hlutum, og séð hvernig kafbátar Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni litu út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu