Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og leikmaður Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni, klæddi sig upp, ásamt félögum sínum í enska liðinu, í árlegu jólapartýi í gær.
Aron Einar mætti sem skúrkurinn Bane úr Batman myndunum og er óhætt að segja að hann getur útlitslega hið minnsta sótt um starfið, ef fótboltinn klikkar. Cardiff City vann Southampton á laugardag og því var tilefni til að fagna í gær.
Aðrir leikmenn klæddu sig meðal annars upp sem Captain America, löggur og persónur úr Sesame Street.
Nútíminn greindi fyrst frá.