Miller hafði dvalið á svokölluðum dauðagangi í 36 ár en enginn fangi hefur beðið aftöku sinnar lengur í Tennessee. Hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á Lee Standifer í maí 1981. Hún var þroskaheft og barði Miller hana og stakk til bana eftir að hafa farið á stefnumót með henni.
Sky segir að skömmu fyrir aftökuna hafa Miller verið spurður ef hann vildi segja eitthvað en svar hans hafi ekki verið skiljanlegt. Hann var þá spurður aftur og skýrði lögmaður hans orð hans og sagði að hann hefði sagt:
„Þetta er betra en að vera á dauðaganginum.“
Í Tennessee geta þeir sem hlutu dauðadóm fyrir glæpi framda fyrir 1999 valið um hvort þeir vilja enda daga sína í rafmagnsstól eða með lyfjagjöf.