fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Skjálfti Auðar verður að kvikmynd

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Skjálfti, sem byggir á verðlaunabók Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti, hefur hlotið vilyrði fyrir framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð fyrir árið 2020. Framleiðandi er Hlín Jóhannesdóttir undir merkjum Ursus Parvus, en Freyja Filmwork meðframleiðir ásamt fleirum. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir en stuttmyndir hennar hafa hlotið verðlaun bæði hér heima og erlendis. Þróunarferlið hefur gengið vel og hefur verkefnið verið valið inn á ýmsar virtar handrita- og kvikmyndasmiðjur, til að mynda TIFF Filmmakers Lab á kvikmyndahátíðinni í Toronto á síðasta ári, sem og mikilvæga alþjóðlega samframleiðslumarkaði.

Stóri skjálfti var gefin út af Máli og Menningu árið 2015 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin hlaut enn fremur Íslensku bóksalaverðlaunin og tilnefningu til Menningarverðlauna DV. Bandaríska útgáfufyrirtækið Dottir Press tryggði sér nýverið útgáfuréttinn á bókinni á ensku. Áður höfðu þýski útgáfurisinn RandomHouse /btb og unverski útgefandinn Gondolat Kiado tryggt sér útgáfurétt bókarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone