fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mögnuð upplifun – Rakst á hvítt hreindýr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 22:30

Hreindýrskálfurinn fallegi. Mynd:Mads Nordsveen/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski ljósmyndarinn Mads Nordsveen datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann var í gönguferð í norðurhluta Noregs nýlega. Þá rakst hann á hvítan hreindýrskálf en þeir eru mjög sjaldgæfir og því sjaldséðir. Óvenjulegt útlit þeirra er rakið til gena sem fjarlægja litarefni úr feldi þeirra en ekki er um albinóa að ræða í slíkum tilfellum.

”Hann hvarf næstum í snjónum!”

Skrifaði Nordsveen í texta við mynd, sem hann birti á Instagram, af kálfinum. Meðal Sama, sem búa í norðanverðri Skandinavíu, er það talið mikið gæfumerki að sjá hvítt hreindýr.

BBC hefur eftir Nordsveen að kálfurinn hafi komið mjög nærri honum og þeir hafi horft í augu hvors annars og hafi kálfurinn verið mjög rólegur. Eftir nokkurra mínútna dvöl nærri Nordsveen hélt kálfurinn á brott og fór til móður sinnar sem beið álengdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga