fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Ragga nagli – „Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í þarmaflórunni“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um þarmaflóruna.

Þarmaflóran átti sitt stjörnumóment 2017 til 2018.
Hún var vinsælli en Beyoncé.

Vísindamenn hafa sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki.

„Allt byrjar í þörmunum,“ sagði Aristóteles.
Og það er ekki ofsögum sagt.

Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri.

Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt í þarmaflórunni, en truflun á þessum boðefnum hefur áhrif á kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan.

Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormónar krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila.

Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila.

Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar.

Einkenni eins og:

?Síþreyta
?Harðlífi eða niðurgangur
?Kvíði og depurð
?Lélegar hægðir
?Útbrot á húð
?Hármissir
?Bakflæði
?Magaverkir
?Uppþemba
?Vindgangur

Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin.

Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum:

?Auka neyslu á trefjaríkri fæðu.
?Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag.
?Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn.
?Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur.
?L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum.
?Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi.
?Góðgerlar dúndra inn örveru sem stuðla að betri þarmaflóru.

Prófaðu eitt eða fleiri skref í 2-3 vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við.

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“