fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Vatnseitrun, hvað er það?

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Guðmundsson læknir skrifar:

Líkaminn stjórnar vatnsinnihaldi sínu með nokkuð nákvæmum hætti og lætur okkur vita með því að okkur þyrstir þegar okkur vantar vökva. Þarna er um að ræða samspil nýrna og heila, sérstaklega miðheilans og svokallaðrar undirstúku og heiladinguls. Þetta kerfi heldur utan um boðskipti sem fara fram og gefur skipanir með það fyrir augum að láta okkur drekka meira vatn ef okkur vantar vökva eða ákveðið ójafnvægi verður á söltum líkamans. Sömuleiðis að ef við erum með of mikinn vökva í kerfinu að skola honum út í gegnum nýrun.

Getur myndast ójafnvægi

Undir venjulegum kringumstæðum er þetta í góðu jafnvægi og við þurfum í raun ekkert að hugsa sérstaklega um þetta. Þegar við eldumst eru þessi kerfi lélegri og þá þyrstir okkur síður og getur þannig hætt við ofþornun, það er sérstaklega vel þekkt hjá eldra fólki.

Þeir sem hins vegar drekka of mikið af vatni á skömmum tíma eða reglubundið meira magn en talið er ráðlegt geta skolað út söltum sínum og skapað sér talsverða hættu. Dæmi um slíkt eru maraþonhlauparar sem svitna mikið og tapa þannig miklum söltum úr líkamanum, ef þeir drekka mikið af hreinu vatni myndast skjótt ójafnvægi sem líkaminn ræður ekki við. Fyrstu einkenni eru ógleði, hausverkur, slappleiki, uppköst, vöðvakrampar og að lokum jafnvel flog eða dauði.

Mikilvægt að innbyrða salt

Það er því afar mikilvægt að drekka vökva sem inniheldur einnig salt ef um slíkar kringumstæður er að ræða. Hið sama gildir við svæsinn niðurgang eða við mikla notkun eða jafnvel ofnotkun á þvagræsilyfjum. Hjartasjúkdómar og einnig breytingar á hormónastarfsemi geta haft þessar afleiðingar svo það er að mörgu að hyggja. Þekkt er að við ofhitnun, til dæmis við vinnu og þá ofneyslu vatns eða við notkun ólöglegra lyfja eins og Ecstasy geti slíkt misræmi átt sér stað.

Hvað er eðlileg vatnsneysla og hvað er mikil vatnsneysla? Það er í raun ekki einföld spurning, það hefur aldrei verið sýnt fram á gagnsemi mikillar vatnsneyslu í raun þótt margir hafi ráðlagt hana. Líklega er rétt að neyta vatns í magni í kringum 1,5 til 2 lítra á dag en ekki mikið meira en svo. Við fáum einnig vökva í gegnum fæðu og auðvitað annan vökva en hreint vatn. Svo það er mikilvægt að halda jafnvægi þarna, sé drukkinn mikill vökvi á stuttum tíma og ef nýrun eru eðlileg þá skila þau því vatni fljótlega aftur með þvagi. Engu að síður getur verið ákveðin hætta á vatnseitrun og eru þekkt tilfelli til í sögunni um vatnseitrun sem leiddi til dauða.

Við sem erum hraust, förum varlega í vatnið, drekkum nóg, en ekki of mikið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni