fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda Gunnari Braga neitt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að aldrei hafi Gunnari Braga Sveinssyni verið lofað að verða skipaður sendiherra. Í Klaustursupptökunum sagði Gunnar Bragi að hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra á sínum tíma, en því hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, einnig neitað.

Sagði Gunnar Bragi sjálfur, eftir að fréttir úr upptökunum komu fram, að hann hefði verið að segja ósatt á Klaustur bar.

Guðlaugur segir í dag að hann hafi fundað með Bjarna og Sigmundi varðandi áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu fyrir nokkrum vikum, en sá fundur hafi ekki verið á grundvelli neinna loforða:

„Fyrir fáeinum vikum áttum við Bjarni Benediktsson óformlegan fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að frumkvæði þess síðastnefnda, þar sem hann greindi okkur frá áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu. Rétt er að taka fram að það er alvanalegt að ráðherra/ráðherrar hitti þingmenn að máli. Þá er ekki óalgengt að ráðherra fái uppástungur og meðmæli með fólki í stöðu sendiherra. Um efni fundarins hef ég litlu við það að bæta sem fram er komið hjá formanni Sjálfstæðisflokksins um málið. Sem fyrrverandi utanríkisráðherra kann Gunnar Bragi að hafa haft væntingar um slíka skipun en það er í það minnsta ekki á grundvelli neinna loforða, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins, og raunar Gunnar Bragi sjálfur, hefur staðfest. Frásagnir í alræmdu samsæti á Klaustri um einhvers konar samkomulag í þessa átt voru mér enda algjörlega framandi, eins og ég hef þegar tjáð mig um.“

Þá ítrekar Guðlaugur að hann hafi enn ekki skipað neina sendiherra í tíð sinni sem utanríkisráðherra og ekki standi til að gera Gunnar Braga að sendiherra í sinni stjórnartíð:

„Ástæða er til að árétta að á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef gegnt embætti utanríkisráðherra hef ég ekki skipað neina nýja sendiherra við utanríkisþjónustuna. Það stendur ekki til af minni hálfu að gera breytingu þar á í tilefni af framangreindri málaleitan formanns Miðflokksins. Má öllum hlutaðeigandi vera það ljóst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“