fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Bill Gates vill að þú lesir þessar bækur árið 2019

Fókus
Fimmtudaginn 6. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur í nógu að snúast á hverjum degi en hann gætir þess vandlega að gefa sér tíma til að drekka í sig allskonar fróðleik. Gates gerir það einna helst með lestri bóka sem hann gerir á hverju kvöldi.

Time-tímaritið birti lista yfir þær bækur sem Gates mælir með að fólk kynni sér þegar nýtt ár gengur í garð – fyrr ef fólk hefur tíma í aðdraganda jólanna. Hér að neðan má sjá stutta umfjöllun um þessar bækur.

Educated eftir Tara Westover

Hér er á ferðinni sjálfsævisaga ungrar konu sem ólst upp í mikilli einangrun í strjálbýlum sveitum Idaho. Hún gekk ekki í venjulegan skóla heldur hlaut menntun á heimili sínu þar sem foreldrar hennar, sem voru mjög trúaðir, töldu að menntastofnanir stunduðu heilaþvott. Þegar hún gekk inn í kennslustofu í fyrsta sinn á ævi sinni 17 ára hafði hún aldrei heyrt um helförina. Tara náði sér loks í doktorsgráðu frá Cambridge-háskóla en þurfti að fórna ýmsu til að ganga menntaveginn.

Army of None eftir Paul Scharre

Paul Scharre hefur starfað sem sérfræðingur í heimavörnum hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu og í bók sinni veltir hann upp ýmsum siðferðislegum spurningum hvað varðar hernað framtíðarinnar. Tækninni fleytir sífellt fram og í bók sinni veltir Scharre upp áleitnum spurningum um hvað gerist þegar mannskepnan fer að reiða sig í sífellt meiri mæli á gervigreind. Hvað gerist þegar hernaðardróni hefur jafn mikla sjálfsstjórn og sjálfakandi bíll frá Google? Eða þegar tölvuþrjótar brjótast inn í hernaðarvopn og ná tökum á þeim?

Bad Blood eftir John Carreyrou

Þessi bók hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og varpar ljósi á skuggahliðar Sílíkondalsins svokallaða í Kaliforníu. John segir hér frá risi og falli Therenos, sprotafyrirtækis í líftæknigeiranum. Stofnandi fyrirtækisins, Elizabeth Holmes, kvaðst hafa unnið að nýrri tækni sem gerði blóðprufur og blóðskimanir skilvirkari, hraðvirkari og öruggari. Hún fékk þekkta fjárfesta um borð og um tíma var fyrirtækið metið á níu milljarða dala. Það var bara einn galli: Tæknin sem Elizabeth lofaði að myndi virka virkaði bara alls ekki.

21 Lessons for the 21st Century eftir Yuval Noah Harari

Ísraelski sagnfræðingurinn vakti mikla athygli fyrir bækur sínar Sapiens og Homo Deus en þessi nýja bók hans, sem kom út í haust, vakti ekki síður mikil viðbrögð. Eins og nafnið gefur til kynna leitar Harari svara við þeim áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir á 21. öldinni. Breyta tölvur og vélmenni því hvað það þýðir að vera mennskur? Hvernig á að glíma við falsfréttir? Hvað eigum við að kenna börnum okkar?

The Headspace Guide to Meditation and Mindfulness eftir Andy Puddicombe

Andy er fyrrverandi búddamunkur og einn fremsti sérfræðingur heims á sviði núvitundar (e. Mindfulness). Í bók sinni sýnir hann lesendum hvernig við getum öðlast hugarró með því að tileinka okkur einfaldar æfingar í aðeins tíu mínútur á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“