Það er þó ákveðin huggun að ef þú flýgur aðeins innan Evrópu þá er hægt að anda aðeins léttar því flugfélög verða að uppfylla strangar kröfur og löggjöf til að mega fljúga í álfunni. Af þeim sökum fá ýmis erlend flugfélög ekki að fljúga til Evrópu og þau eru einmitt á hinum fyrrgreinda svarta lista.
Á listanum má til dæmis sjá að ekkert flugfélag frá Nepal má fljúga til Evrópu og Evrópubúar eru varaðir við að fljúga með þeim.
Iran Air, frá Íran, og Air Koryo, frá Norður-Kóreu, eru einnig á listanum en þau mega þó fljúga til Evrópu ef þau nota ákveðnar tegundir flugvéla.
Áhugasamir og áhyggjufullir ferðalangar geta síðan kynnt sér listann í heild hér.