fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Sokkaskúffan: Fyrir þá sem þora að vera í skrautlegum sokkum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. nóvember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim fjölgar sífellt sem hafa gaman af að vera í skrautlegum, fallegum og jafnvel skrýtnum sokkum, á meðan þeim fækkar sem líta á sokka sem hversdagslega nauðsyn eingöngu og klæða sig bara í svarta eða gráa sokka á hverjum morgni. Sokkaskúffan er ný og alveg stórskemmtileg vefverslun sem býður upp á feikilega mikið úrval af fallegum, litríkum og bráðsniðugum sokkum. Sambýliskonurnar Fríða Agnarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir Klein reka Sokkaskúffuna saman, en þær stofnuðu fyrirtækið á nýliðnu sumri og er lagerinn í einu herbergi á heimili þeirra. Viðtökur hafa verið verulega góðar enda eru litríkir og skrautlegir sokkar sífellt að verða vinsælli.

„Við pössum upp á að vera ekki með einlita sokka. Við veljum bara það skrautlega. Við teljum að markaðurinn fyrir litríka vöru sé allur að lifna við. Við bjóðum upp á sokka fyrir alla, frá ungbörnum upp í harðfullorðið fólk. En í augnablikinu er stærsti markaðurinn okkar fyrir krakkasokka annars vegar og hins vegar kvensokka,“ segir Fríða í samtali við DV.

Blaðamaður spyr hvort fullorðnir karlmenn séu kannski tregastir til að ganga um í litríkum sokkum. Fríða segir að það megi til sanns vegar færa en þeir séu samt allir að koma til:

„Karlmenn eru að verða opnari fyrir því að vera ekki bara í svörtum sokkum við jakkafötin. Ég hitti einn í brúðkaupi um daginn sem hafði keypt sér mjög skondna sokka frá okkur en hann sagðist ekki vera tilbúinn að klæðast þeim í brúðkaupi, frekar hversdags.“

Mynd: COLIN BRIDGES

Sokkarnir eru enn sem komið er eingöngu seldir í gegnum vefverslunina á vefsvæðinu sokkaskuffan.is. Vörur eru sendar hvert á land sem er og er lagður á lítilsháttar sendingarkostnaður. Óhætt er að segja að vörurnar séu á hagstæðu verði en lesendur geta séð það sjálfir, sem og skoðað úrvalið, með því að fara inn á sokkaskuffan.is. Þær Fríða og Hulda stefna hins vegar að því að opna sokkaverslun í framtíðinni ásamt því að reka vefverslunina áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“