fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fókus

Eldri kona tapaði hárri fjárhæð við Bónus – Náungakærleikur að verki

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi birti í dag stöðufærslu sem er akkúrat í anda jólanna og sýnir náungakærleikann í sinni bestu mynd.

Eldri kona kom á lögreglustöðina á Selfossi í gær og tilkynnti að hún hefði tapað umslagi með 70 þúsund krónum í, í eða við Bónus. Upphæð sem margan grunar um, og sérstaklega núna í aðdraganda jóla.

Í dag mætti síðan önnur eldri kona með umslagið góða, sem hún vildi skila með von um að eigandi þess fyndist.

Konurnar ræddu í kjölfarið saman símleiðis og var sú sem endurheimti umslagið að vonum hæstánægð með heiðarleika finnanda þess. Óskuðu þær síðan hvor annarri gleðilegra jóla.


Hefur færsla lögreglunnar fengið fjölda „læka“ og eru viðbrögðin öll einróma, um að gott sé að enn sé til heiðarlegt og gott fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol