fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024

Kynferðisleg áreitni úti á götu: Strákur og stelpa gerðu sömu tilraun – Sláandi niðurstöður

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 4. desember 2018 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum komin vel inn á 21. öldina og MeToo-byltingin er búin að vera fyrirferðamikil í umræðunni að undanförnu. En hefur umræðan undanfarin misseri skilað einhverju í raun og veru?

Nýlega framkvæmdu tveir Ástralir, hin 22 ára Tyler og jafnaldri hennar, Nathan, áhugaverða tilraun. Tilraunin var í raun einföld en þau komu sér fyrir við fjölfarna umferðargötu og þóttust taka af sér sjálfsmynd. Fólst tilraunin í að kanna hversu mikil viðbrögð þau fengju frá vegfarendum og hvort Tyler fengi kannski meiri viðbrögð.

Það er skemmst frá því að segja að karlkyns ökumenn – og farþegar þeirra – hafi sýnt Tyler meiri áhuga en Nathan. Allskonar hróp voru gerð að henni, ökumenn flautuðu og einn bað hana um að sýna á sér brjóstin. Nathan fékk engin slík viðbrögð.

Tilefni þessarar litlu tilraunar var umfangsmiki könnun meðal ungs fólks sem Macquarie University stóð fyrir. Niðurstöðurnar sýndu að við eigum enn langt í land hvað kynferðislega áreitni varðar. Þannig sögðust 40 prósent kvenna, á aldrinum 18-25 ára, hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni úti á götu á síðustu tólf mánuðum.

Alls fékk Tyler átta athugasemdir á þeim átta mínútum sem tilraun hennar stóð yfir. Til samanburðar fékk Nathan enga athugasemd.

Myndband af tilrauninni má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einn af fáum sem hefur náð til Haaland? – ,,Áttaði sig á að hann myndi eiga erfiðan leik“

Einn af fáum sem hefur náð til Haaland? – ,,Áttaði sig á að hann myndi eiga erfiðan leik“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Starfsmaður veitingastaðar ber einn ábyrgð á líkamsárás á drukkinn gest

Starfsmaður veitingastaðar ber einn ábyrgð á líkamsárás á drukkinn gest
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona búið að finna sér markvörð sem félagið vill til framtíðar

Barcelona búið að finna sér markvörð sem félagið vill til framtíðar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borgar með sér til að spila fótbolta í atvinnumennsku

Borgar með sér til að spila fótbolta í atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gómaður við að reyna við konu á föstu – Kærastinn var reiður og tók málin í sínar hendur

Leikmaður Arsenal gómaður við að reyna við konu á föstu – Kærastinn var reiður og tók málin í sínar hendur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birkir Heimisson á leið aftur í Val – Var seldur til Þórs í vor en fer aftur á Hlíðarenda

Birkir Heimisson á leið aftur í Val – Var seldur til Þórs í vor en fer aftur á Hlíðarenda
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt

Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.