fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Aukin sjálfsvígshætta í Englandi vegna ógnandi innheimtubréfa: „Þessi bréf eru að eyðileggja líf“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 19:30

Free picture (Money UK) from https://torange.biz/money-uk-17207

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega hundrað þúsund Englendinga í skuldavanda reyna að fyrirfara sér, á hverju ári. Talið er að ógnandi innheimtubréf sem eru formlega orðuð og hóta skuldurum alvarlegum innheimtuaðgerðum valdi skuldurum miklum kvíða og kyndi undir sjálfsskaðandi hugsanir örvæntingarfullra skuldara og að bein tenging sé milli andlegrar heilsu og skulda. Sérfræðingar í geðheilbrigði krefjast lagabreytinga sem geri innheimtuaðilum kleyft að breyta orðalagi innheimtubréfa til betri vegar. 

Í frétt The Guardian segir að að samkvæmt nýrri rannsókn þá reyni rúmlega hundrað þúsund Englendingar að fyrirfara sér vegna skuldavanda á ári hverju. Ógnandi innheimtubréf frá innheimtuaðilum, bæði fyrirtækjum og ýmsum embættum á borð við sýslumannsembætti, geti valdið örvæntingu meðal skuldara og aukið samtímis líkur á að skuldari sjái sjálfsvíg sem einu færu lausnina í stöðunni.  Eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar barst krafa frá sérfræðingum í enskum geðheilbrigðismálum um allsherjar yfirhalningu á þeim aðferðum sem bankar, fyrirtæki, kreditkortafyrirtæki og aðrir nýta til að knýgja fram greiðslu skulda.

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var að NatCen, stærstu sjálfsætt starfandi rannsóknarstofu Bretlands í samfélagsmálum, glímir einn af hverjum fjórtán fullorðnum Englendingum við greiðsluvanda. Þessir einstaklingar eru þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að þjást af sjálfsvígshugsunum.

Samkvæmt niðurstöðum NatCen hugsa um 13 prósent þeirra í skuldavanda, eða um 420.000 manns, um sjálfsvíg og munu um fjögur prósent þeirra gera tilraun til sjálfsvígs.  Martin Lewis, stjórnandi NatCen, segir að þegar innheimtubréf berast skuldara, og oft berast mörg slík á degi hverjum, hafi þau svo gífurlega neikvæð áhrif á andlega heilsu skuldarans að hann fer að íhuga sjálfsvíg.  Martin hvetur yfirvöld til að breyta lögum um neytendalán, en samkvæmt þeim eru skuldheimtumenn lögskyldugir til að orða innheimtubréf sín með afar formlegum hætti en Martin segir skuldari geti upplifað slíka orðnotkun sem mjög ógnandi.

„Sú staðreynd að lög, sem sett voru áratugum síðan, leyfa ekki bara fyrirtækjum að nota ógnandi orðalag við innheimtu heldur nánast neyðir þau til þess og  valda þá stundum harmleikjum.“ „Það síðasta sem aðili í skuldavanda þarf á að halda er ógnandi innheimtubréf í gegnum bréfalúguna sem er orðað með óskiljanlegum hætti og hótar þeim alvarlegum innheimtuaðgerðum.“

„Vegna þessarar beintengingar milli andlegrar heilsu og skuldavanda vitum við að margir þeirra sem fá þessi bréf eru sérlega berskjaldaðir. Þessi bréf eru að eyðileggja líf“

Jerome Roger, 20 ára, fyrir fór sér eftir að skuldheimtumenn tóku mótorhjól hans úr umferð vegna ógreiddra stöðubrotasekta. Sektirnar höfðu aðeins verið hefðbundnar sektir, en skuldin að baki þeim hafði margfaldast vegna vaxta, innheimtuaðgerða, lögfræðikostnaðar og svo framvegis.  Mál Rogers sýnir hversu miklu álagi innheimtuaðgerðir geta valdið einstaklingnum.

Samkvæmt gögnum NatCen voru þeir sem báru margskonar skuldir fimm sinnum liklegri til að reyna að fyrirfara sér en þeir sem aðeins höfðu eina skuld.  Gögnin sýndu jafnframt að fjórðungur allra þeirra sem reyndu að taka eigið líf á síðasta ári voru í skuldavandræðum.  Erfitt væri jafnframt fyrir þessa aðila að leita sér hjálpar vegna þeirrar skammar sem fylgir því að glíma við andleg veikindi sem og þeirrar skammar að glíma við skuldavanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn