fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Pressan

Dularfull skemmdarverk í Danmörku – Hefðu getað valdið lestarslysum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 06:55

Framvegis þarf að nota munnbindi í dönskum lestum. Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull skemmdarverk voru unnin á hlutum af lestarkerfinu í Kaupmannahöfn og á norðanverðu Sjálandi nýlega. Einhver eða einhverjir klipptu á leiðslur sem takmarka hraða lesta og stöðva þær sjálfvirkt á ákveðnum stöðum. Ef þetta hefði ekki uppgötvast hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar og lestarslys orðið.

Starfsmenn dönsku járnbrautanna uppgötvuðu skemmdarverkin aðfaranótt mánudags og tilkynntu til lögreglunnar. Um var að ræða skemmdarverk á að minnsta kosti 40 stöðum á Farum-lestarleiðinni.

Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hann viti ekki hvað liggi að baki þessum skemmdarverkum en málið er nú í rannsókn.

Dönsku járnbrautirnar náðu að leysa málið til bráðabirgða í gær þannig að lestir gátu notað Farum-leiðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana
Pressan
Fyrir 1 viku

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum