Berglind festival kafar ofan í fullveldissögu Íslands 1918-2018 í þáttum sínum Fullveldis Festival, sem sýndir eru í Vikunni á RÚV.
Fimmti og síðasti þáttur var á dagskrá á föstudagskvöld og þar fór Berglind yfir árin 1998-2018.
Í þættinum tekur Berglind meðal annars fyrir Keiko, yngri en alveg eins Gísla Martein, öll „stóru-málin,“ bissness í útlöndum og margt fleira.
Berglind yfirheyrði einnig Rúrik Gíslason Instagram stjörnu og fótboltamann, og Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, fyrrverandi Ungfrú Heim.