Það heldur áfram að anda köldu á milli Jose Mourinho stjóra Manchester United og Paul Pogba miðjumanns félagsins.
Mourinho er ekki sáttur með framlag Pogba en miðjumaðurinn virðist varla nenna að leggja sig fram.
Þeir félagar hafa átt í deilum á þessu tímabili og það hélt áfram eftir 2-2 jafntefli við Southampton um helgina.
Mourinho lét Pogba heyra það eftir leik og kallaði hann meðal annars vírus.
Enginn miðjumaður hefur tapað boltanum oftar en Pogba á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.