Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.
Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.
Næsti gestur þáttarins er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.
Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.
Hann lenti líka í áföllum en var í vikunni ráðinn þjálfari í 3. deild karla, Vængir Júpíters fengu Tryggva til starfa.
Þáttinn má heyra hér að neðan en hann er einnig í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Meira:
90 mínútur með Guðna Bergssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Gagnrýnin, kosningar og erfiða haustið
90 mínútur með Herði Magnússyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Markanef, Eiður Smári og Pepsimörkin
90 mínútur með Heimi Guðjónssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Uppsögnin hjá FH, Færeyjar og flugferð með Gaua Þórðar
90 mínútur með Jóni Rúnari Halldórssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – FH, persónuníð, KSÍ og gervigras
90 mínútur með Frey Alexanderssyni