fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Stefnir í hitafund hjá Flokki fólksins á eftir: Varaformaðurinn segir þingmennina eiga að segja af sér

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins, telur að þingmennirnir sex sem funduðu á Klausturbar í síðustu viku eigi að segja af sér. Tveir þingmenn sem um ræðir eru í Flokki fólksins, hinir fjórir úr Miðflokknum. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu.

„Að mínu áliti, og það má hafa það fram, að ég tel að þessir menn eigi að segja af sér. Ég bara það sleginn yfir þessu, þetta er alveg með ólíkindum,“ segir Guðmundur Ingi. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason er með Guðmundi Inga í flokki. Flokkur fólksins fundar í höfuðstöðvum flokksins kl. 17 í dag, samkvæmt heimildum DV er mikil óánægja innan flokksins með þingmennina tvo.

Í upptökunum sem DV hefur undir höndum er Guðmundur Ingi nefndur á nafn en umræðurnar þar sem hann kemur við sögu eru ekki af nógu góðum gæðum til að hægt sé að leggja mat á hvað nákvæmlega var sagt um Guðmund Inga og hvaða lýsingar og ummæli eiga við hann.

Í upptöku af lok fundarins tala þingmennirnir um að þeir hafi verið ánægðir með kvöldið. Guðmundur segir um það: „Ef þau voru ánægð með það sem fram fór þarna þá þurfa þau alvarlega að íhuga sína stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt