fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Eyjan

Vill að hlutaféð í HB Granda verði selt: Guðmundur Kristjánsson sagður grafa undan stöðu sjómanna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi Lífeyrissjóðsins Gildis í gærkvöldi var lögð fram tillaga frá Einari Hannesi Harðarsyni, formanni sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, um að sjóðurinn seldi allt sitt hlutafé í HB Granda. Frá þessu er greint á Kvótanum.

Einar sagði við Eyjuna að sjóðurinn ætti 8,6 prósent í HB Granda, sem jafngilti um 7-8 milljörðum.

Einar segir að Guðmundur Kristjánsson, stærsti hluthafi HB Granda, hafi selt frá sér nokkur skip og talað í „heilan hring“ á einum mánuði. Fyrst hafi hann sagt upp öllum sjómönnum á Helgu Maríu AK, þar sem það sé svo mikill karfakvóti á skipinu að ekki teljist lengur hagkvæmt að stunda karfaveiðar á ísfisktogara, betur færi á að stunda slíkar veiðar á frystitogara. Samt hafi Guðmundur selt alla sína frystitogara og sagt upp 158 sjómönnum.

„Lífeyrissjóðurinn Gildi er hinn gamli lífeyrissjóður sjómanna og manni finnst í raun lífeyrissjóðurinn með sinn stóra hlut í HB Granda vera að taka þátt í því að leggja sjómannsstarfið niður, smátt og smátt,“

segir Einar Hannes við Kvótann.

Tillögu Einars var vísað til stjórnar sjóðsins, en hana má lesa hér að neðan:

„Undirritaður f. h. Sjómannafélags Grindavíkur (SVG) gerir þá tillögu að lífeyrissjóðurinn Gildi selji alla hlutabréfaeign sína í HB Granda hf. Grundvallast sú tillaga á mati meirihluta stjórnar SVG á því að Guðmundur Kristjánsson eigandi að stærsta hluthafa HB Granda hefur með ákvörðunum sínum síðastliðin misseri leynt og ljóst grafið undan stöðu sjómanna í landinu og unnið gegn hagsmunum þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svakaleg myndbönd frá flóðunum á Spáni – Heilu göturnar breyttust í stórfljót

Svakaleg myndbönd frá flóðunum á Spáni – Heilu göturnar breyttust í stórfljót
Eyjan
Í gær

Niðurstaða skoðanakönnunar DV um fylgi flokkanna – Er hægri sveifla framundan?

Niðurstaða skoðanakönnunar DV um fylgi flokkanna – Er hægri sveifla framundan?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jakob Frímann fylgir á eftir Sigríði á lista Miðflokksins og Þorsteinn snýr aftur

Jakob Frímann fylgir á eftir Sigríði á lista Miðflokksins og Þorsteinn snýr aftur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Takk fyrir peninginn, Inga Sæland

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Takk fyrir peninginn, Inga Sæland
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Karl Gauti leiðir hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi

Karl Gauti leiðir hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Það var augljóst að það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnarhraða”

„Það var augljóst að það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnarhraða”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sanna Magdalena: Bætum heilbrigðisþjónustuna innan opinbera kerfisins – sparnaður í einkarekstri er á kostnað starfsfólksins

Sanna Magdalena: Bætum heilbrigðisþjónustuna innan opinbera kerfisins – sparnaður í einkarekstri er á kostnað starfsfólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bandarísku forsetakosningarnar eru ekki fyrr en í næstu viku en orðrómarnir eru nú þegar komnir á kreik

Bandarísku forsetakosningarnar eru ekki fyrr en í næstu viku en orðrómarnir eru nú þegar komnir á kreik