fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Kynning

Í heimahöfn eftir Hafstein Reykjalín: Háttbundinn kveðskapur um daglega lífið, pólitíkina og fréttamálin

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði að yrkja sem sjómaður á unga aldri. Það voru glettilega margir hagmæltir um borð og við köstuðum á milli okkar stökum. Ég hef verið um og innan við fermingu þegar þetta byrjaði. Manni fannst þetta ekki merkilegt og var ekki að flíka því. Þannig að mest af þessu hefur farið í glatkistuna,“ segir Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson sem var að senda frá sér ljóðabókina Í heimahöfn, en það er fjórða ljóðabók höfundar.

Hafsteinn er frá Ásbyrgi á Hauganesi við Eyjafjörð en býr núna í vesturbæ Kópavogs. Hann fór fyrst fyrir alvöru að fást við listir eftir að hann settist í helgan stein. „Ég er svo dásamlega heppinn að vera heilsuhraustur og nýt þess að fást við listsköpun. Ég geri þetta umfram allt ánægjunnar vegna,“ segir Hafsteinn.

Fyrir utan þykkar ljóðabækur hefur Hafsteinn samið lög við sum ljóða sinna og gefið út tvo geisladiska með slíku efni. Þar syngur hann hvorki né spilar sjálfur en flutningurinn er allur í höndum einvalaliðs landsþekktra söngvara og hljóðfæraleikara. Lögin frá honum hafa náð hátt í sönglagakeppnum, t.d. þriðja og fjórða sæti í samkeppnum RÚV um jólalög og sjómannalög. Enn fremur hefur Hafsteinn fengist mikið við myndlist og nýju ljóðabókina prýða margar myndir eftir hann. Hefur Hafsteinn haldið 14 sýningar.

Orti kvæði við leigubílastaura

Ef einhverjum finnst skrýtið að fást við yrkingar úti á sjó þá hefur Hafsteinn fengist við ljóðagerð á mun sérstæðari stöðum. Gefum honum orðið:

„Ég hafði lengi vel engan tíma í þetta, ég var í mjög erilsömu starfi sem forstjóri og framkvæmdastjóri eigin fyrirtækis. En svo hætti ég því og gerðist leigubílstjóri um tíma og þá hafði ég miklu meiri tíma og stundum orti ég á meðan á beið við leigubílastaurana eftir næstu ferð. Þá var gott að hafa meðferðis skriffæri og tíminn leið miklu hraðar við yrkingarnar.“

Rímuð og stuðluð ljóð og málefni líðandi stundar

Í heimahöfn er þykk ljóðabók, yfir 100 blaðsíður og langflest ljóðin eru háttbundin, stuðluð og rímuð. Efnisvalið er fjölbreytt, þarna eru ástarljóð og jólaljóð, sem Hafsteinn hefur síðan samið lög fyrir. En að sögn Hafsteins er algengast að hann yrki um málefni líðandi stundar. „Oft fæ ég hugmyndir við að fletta morgunblöðunum. Ýmislegt í tíðarandanum verður mér að yrkisefni, vandamál og viðfangsefni líðandi stundar. Ég á það til að vera meinlegur en þá er það ekki eitthvað sem kemur frá hjartanu, heldur skynja ég ákveðið andrúmsloft í samfélaginu sem ég samlagast.“

Hér gefur að líta skemmtilegt kvæði úr bókinni:

Árið senn að lokum líður

Árið senn að lokum líður,

liggur brátt að fótum mér.

Ára fjöldi ennþá bíður,

elska það að lifa hér.

Minningar sem lækir líða,

langar svo að muna allt.

Sumt er ljóst og samfelld blíða,

svo er annað gleymsku falt.

 

Nýt mín þegar nýtt ár kemur,

notast þá við I-Pad spjald.

Það sem karlinn sjálfur semur,

segir lítið í það gjald.

 

Nú þarf ekki allt að muna,

aðeins þetta, copý, peist.

Galdra fram einn góðan spuna,

geyma hann og málið leyst.

 

Ljóðabókin Í heimahöfn er til sölu í stærri verslunum Pennans og hjá höfundi í síma 892-5788.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni