Plott Gunnars Braga Sveinssonar gekk kannski hundrað prósent upp á sínum tíma. Skipun Árna Þórs í sendiherrastöðu, á sama tíma og Geir var skipaður, vakti athygli. Plottið um að fá greiða fyrir greiða er hins vegar úti núna.
Það yrði banabiti hvers utanríkisráðherra að skipa Gunnar Braga sem sendiherra. Hann getur ekki einu sinni fengið stöðu ræðismanns á kyrrahafseyjunni Tonga. Í raun er það nánast óhugsandi að Gunnar fái nokkra stöðuveitingu eftir að þingferlinum lýkur og líklegt að hann verði að reyna fyrir sér í einkageiranum.
Lausmælgi Gunnars á hótelbarnum er líka að vissu leyti ágæt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú geta þeir afskrifað framtíðargreiðann með góðri samvisku.