fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

HIV-faraldur í Austur-Evrópu – 130.000 ný smit á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 21:30

Teikning af HIV veiru. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að HIV-faraldur geisi í Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Á síðasta ári greindust 130.000 manns með HIV á þessum svæðum og hefur fjöldi smittilfella aldrei verið hærri. Hvergi í heiminum fjölgar HIV-smitum hraðar en í Austur-Evrópu og Mið-Asíu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Evrópsku smitsjúkdómastofnuninni og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. Það þarf að hafa í huga í þessu sambandi að tölurnar ná aðeins til þeirra sem hafa greinst með veiruna. Sérfræðingar telja að þeir sem eru smitaðir en hafa ekki fengið greiningu séu líklega að minnsta kosti tvöfalt fleiri en þeir sem hafa greinst með smit.

Útbreiðsla HIV er ekki nýtt vandamál í Austur-Evrópu og Mið-Asíu en ógnvænleg þróun hefur orðið í málaflokknum síðustu 15 árin. Á tímum Sovétríkjanna var ekki mikið um að HIV-smit greindust en eftir fall þeirra og frá því um aldamótin fjölgaði tilfellunum mikið. Þá hófst ákveðin ungmennamenning þar sem ungt fólk notaði heróín frá Afganistan. Fólk skiptist á nálum og þannig breiddist veiran hratt út.

Verst er ástandið í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Kasakstan. Í Úkraínu er ástandið betra en þar hafa stjórnvöld blásið til sóknar í baráttunni við útbreiðslu veirunnar og það virðist vera að bera árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti