Styrktarleikur á milli HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla í fótbolta fer fram fimmtudaginn 29. Nóvember. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður spilaður í Kórnum í Kópavogi.
Bjarki Már Sigvaldson hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir gestir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.
Bjarki fékk þau skilaboð á dögunum að hann ætti aðeins nokra mánuði eftir en hann og Ástrós, kærasta hans eignuðust sitt fyrsta barn nýlega.
Það eru margir sem hafa lagt inn á styrktarreikning Bjarka og fjölskyldu og eru knattspyrnufélög einnig að rétta fram hjálparhönd.
Lið KV birti Twitter-færslu í kvöld þar sem má sjá millifærslu upp á 15 þúsund krónur og hvetur félagið önnur lið til að taka þátt.
Fallega gert hjá KV og vonandi taka önnur félög undir og sýna Bjarka og fjölskyldu stuðning á mjög erfiðum tímum.
Knattspyrnufélag Vesturbæjar styrkir Bjarka Má og fjölskyldu um 15 þús krónur. Við skorum síðan áfram á @ia_akranes @FCvaengir og @umfafturelding að gera slíkt hið sama svo koll af kolli. Markmið: Öll félög @footballiceland
Áfram Bjarki & fjölskylda og @HK_Kopavogur ⚽️? pic.twitter.com/q6vULdcXYe— KV Fótbolti (@KVfotbolti) 28 November 2018