Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17.30-19 býður Borgarbókasafnið í Kringlunni í samstarfi við Borgarleikhúsið upp á leikhúskaffi í tengslum við uppsetningu á jólsýningu Borgarleikhúsins, Ríkarð III eftir Shakespeare.
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, og Hrafnhildur Hagalín, dramatúrg, segja gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu. Í kjölfarið verður rölt yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum 10% afsláttur af miðum á Ríkharð III.