fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hulinn heimur Kristínar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17.00 mun Kristín E. Guðjónsdóttir opna myndlistarsýningu sína „HULINN HEIMUR“ í Gallerí Gróttu – sýningarsal Seltjarnarness sem er á 2. hæðinni á Eiðistorgi (inni á Bókasafni Seltjarnarness). Sýningin verður opin allan sýningartímann skv. opnunartíma bókasafnsins.

Í abstrakt verkinu birtast myndir tilfinninga sem dagsdaglega eru okkur huldar. Litir, form og formleysi, túlka hér orku þá sem býr hið innra. En allt byggir þetta á persónulegri upplifun.

Kristín E. Guðjónsdóttir nam myndlist hjá myndlistarkonunni og kennaranum Margréti Zóphóníasdóttur. Hún hefur sótt námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni listamanni og kennara, nám hjá Ignatius í Kaupmannahöfn og hjá Anne Juul Cristhophersen í Danmörku.

Árið 2016 sýndi Kristín verk sín fyrst opinberlega eftir að hafa um tíma tekið reglulega á móti gestum á heimili sínu á Seltjarnarnesi. Fyrsta sýningin var í Löngubúð á Djúpavogi í apríl 2016, rúmu ári síðar eða í október 2017 hjá Inni og Úti arkitektum og svo fyrr á árinu í Lágafellslaug í Mosfellsbæ 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram