Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnari að VR eigi um tólf milljarða í eignum og sjóðum og geti því fært meira fé í verkfallssjóðinn. Það hafi verið gert 2015 þegar litlu munaði að til átaka kæmi á vinnumarkaði.
Haft er eftir honum að ekki sé stefnt á allsherjarverkfall ef samningar nást ekki en Ragnar hefur áður viðrað þá möguleika að smærri hópar innan raða VR og annarra stéttarfélaga fari í verkföll og njóti fullra launa á meðan. Verkföll þessara hópa myndu lama mikilvæga starfsemi og hafa mikil áhrif enda yrðu þeir valdir sérstaklega út frá áhrifamætti þeirra.
Morgunblaðið hefur eftir Ragnari að hann vonisti til að hægt verði að ljúka kjarasamningum án átaka.