Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er með flensu og hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með því.
Eins og sönnum listamanni sæmir kann Þórunn Antonía ýmis ráð til að losna við flensu, enda röddin hennar helsta atvinnutæki. Því ákvað hún að deila með fylgjendum sínum uppskrift að flensusúpu og sagði hana drepa allt nema þig sjálfan. Meinar hún þá væntanlega að súpan drepi alla hvimleiðu sýklana sem fylgja flensunni.
Hér fylgir uppskrift Þórunnar Antoníu að þessari frábæru flensusúpu.
Hráefni:
1 dós kókosmjólk
heill hvítlaukur – ekki 1 geiri – ALLIR fucking geirarnir
smá grænmetiskraftur
vænn biti af engiferi
cayennepipar
Ég setti líka suttungamjöð sem eru blóðhreinsandi jurtir úr Jurta apótekinu
Aðferð:
Allt í blandara og hita í potti.
„Já bara gjöriði svo vel. Allt reynt áður en pensilín er notað,“ skrifar þessi hæfileikaríka söngkona við uppskriftina.