fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Mörgum bregður þegar Hulda segir frá jólamatnum: „Það vekur alltaf upp umræður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 09:40

Hulda ásamt tvíburasystrunum Unni Álfrúnu og Margréti Álfdísi, sem verða átta ára um jólin og Álfhildi Iðu, þriggja ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér þykir alltaf svolítið gaman að segja frá hvað við borðum á jólunum. Það vekur alltaf upp umræður,“ segir Hulda Orradóttir, þriggja barna móðir í Reykjavík. Hún og hennar fjölskylda halda í mjög sérstaka hefð á aðfangadagskvöld. Þá borða þau saltfisk í jólamatinn.

„Þegar ég segi að við borðum hangikjöt á Þorláksmessu halda sumir að ég sé að víxla þessu. Spyrja hvort ég sé ekki að meina saltfisk á Þorlák og hangikjöt á aðfangadag,“ segir Hulda og hlær. En hvaðan kemur þessi hefð?

„Saltfisksiðurinn kemur frá föðurafa, Vigfúsi Friðjónssyni, og ömmu, Huldu Sigurhjartardóttur, sem bjuggu á Siglufirði. Afi var síldarsaltandi en þegar síldin brást þurfti að finna eitthvað annað að gera fyrir fólkið sem var að vinna hjá honum. Þá fór hann að salta þorsk og var með þeim fyrstu sem saltaði um borð og silgdi með aflann beint á markað. Hann hét því að ef það myndi ganga upp myndi hann borða saltfisk á jólunum. Hann stóð við það alla tíð. Eftir að ég og bróðir minn, Vigfús Orrason, fæddumst tók móðir mín, Unnur Kristinsdóttir, við að elda saltfiskinn og hefur gert það síðan,“ segir Hulda.

Fyrstu jólin án pabba

Jólin í fyrra voru þau frábrugðin fyrri jólum sökum andláts föður hennar, Orra Vigfússonar.

„Jólin í fyrra voru aðeins með öðruvísi sniði. Pabbi dó sumarið 2017 og voru þetta því fyrstu jólin sem hann var ekki með okkur. Við fengum hins vegar í staðinn stórfjölskyldu mágkonu minnar, Guðrúnar Óskar Óskarsdóttur, og blönduðum saman jólahefðunum.“

En er saltfiskurinn matreiddur á sérstakan hátt á jólunum?

„Hann er bara soðinn og kartöflur, rófur, gulrætur og blómkál haft með. Og svo auðvitað smjör og hangiflot,“ segir hún og brosir.

Saltfiskur í jólamatinn.

Tvíburarnir flýttu sér í heiminn á aðfangadag

Hún segir fjölskyldu sína ávallt hafa haldið fast í aðrar jólahefðir, en jólahátíðin er merkileg fyrir margar sakir hjá Huldu – þá sérstaklega út af því að tvíburadætur hennar eiga afmæli á sjálfan aðfangadag.

„Eftirminnilegustu jólin voru klárlega 2010 þegar tvíburarnir mínir fæddust óvænt, voru að flýta sér í heiminn. Þá var jólunum frestað um nokkra daga,“ segir hún og hlær. „Á aðfangadag byrjum við daginn á afmælispökkum, síðan kemur fjölskyldan í afmælisbrunch og fleiri pakkar opnaðir. Um kvöldið förum við til ömmu og borðum saltfisk og opnum enn þá fleiri pakka. Helstu hefðirnar sem við höldum í tengjast mat. Hangikjöt á Þorláksmessu, saltfiskur á aðfangadag og rjúpa á gamlársdag. Svo þarf alltaf að baka súkkulaðibitakökur, hálfmána og piparkökur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum