fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Jólakaffi Hringsins á sunnudag – Fastur liður í jólahaldi margra

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegt Jólakaffi Hringsins verður næstkomandi sunnudag, 2. desember í Hörpu. Húsið opnar kl. 13 en dagskráin byrjar 13.30.

Jólakaffið er fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Í fyrra mættu ríflega 900 manns í kaffihlaðborð þar sem allt var heimabakað af Hringskonum.

Mikil spenna er í kringum hið víðfræga Jólahappdrætti sem er fastur liður en vinningar eru um 2500. Einnig verða frábær skemmtiatriði og allir listamennirnir gefa vinnu sína.

Upplýsingar um styrkveitingar Hringsins á árinu 2018 má finna á vef félagsins. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 29 milljónir króna.

Öll verkefni Hringsins eru unnin í sjálfboðaliðastarfi Hringskvenna. Yfirbygging félagsins er engin og allir fjármunir sem safnast renna í Barnaspítalasjóð Hringsins.

Formaður Hringsins er Anna Björk Eðvarðsdóttir.

Óbreyttur aðgangseyrir:
13 ára og eldri 2.500 kr.
6-12 ára 1.000 kr.
5 ára og yngri frítt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“