fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Pressan

InSight sleikir sólina á Mars – Hefur það gott og hefur hafið störf

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 20:30

Svona er útsýnið frá InSight. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

InSight, geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, lenti heilu og höldnu á Mars í gærkvöldi og sendi strax sína fyrstu mynd til jarðar. Myndin var þó ekkert afbragðsgóð, hér er hægt að sjá hana í umfjöllun DV frá því í morgun, enda sveif ryk, sem þyrlaðist upp við lendingu geimfarsins, enn um loftið þegar myndin var tekin. En nú hefur rykið sest og geimfarið hefur tekið til starfa.

Geimfarið hefur nú breitt úr sólarsellum sínum og þær virka eins og þær eiga að gera. Geimfarið getur því hlaðið rafhlöður sínar. Með skilaboðunum um þetta fylgdi myndin, sem er hér að ofan, en hún var tekin með Oddysey-myndavél geimfarsins. Geimfarið á síðan að hefja störf á morgun en þá verða hin ýmsu vísindatæki þess tekin í gagnið. En það gerist ekki hratt og rannsóknirnar hefjast ekki af fullum krafti samstundis. Það munu líða tveir til þrír mánuðir þar til allt verður komið í fullan gang.

Sólarsellurnar eru 2,2 metrar á breidd og skila 600 til 700 vöttum á góðum degi. Það er ekki mikið en sólarljósið er dauft á Mars og því er ekki meira að hafa en þetta nægir til að hægt sé að nota öll tæki geimfarsins.

Í fyrstu verður sá vélmennaarmur, sem myndavélin situr á, tekinn í notkun og myndir verða teknar af nánasta umhverfi til að hægt sé að finna réttu staðina til að staðsetja þau mikilvægu tæki sem eru um borð. Það er því lítið annað hægt að gera en að sýna þolinmæði og bíða eftir að geimfarið geti tekið til starfa af fullum krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum