Ingvar E. Sigurðsson situr, ásamt fjórum öðrum, í nefnd European Film Promotion (EFP), en hún mun velja rísandi stjörnur úr röðum leikara, sem kynntir verða á kvikmyndahátíðinni í Berlín 8. – 11. febrúar 2019.
Á hverju ári velur EFP tíu unga og efnilega evrópska leikara sem fá viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni. Með Ingvari í valnefndinni eru makedónski verðlaunaleikstjórinn Teona Strugar Mitevska (God Exists, Her Name is Petrunija), hinn virti breski prufuleikstjóri Avy Kaufman (The Circle), kvikmyndagagnrýnandinn og blaðamaðurinn Tara Karajica (NISI MASA, Fade to Her), sem býr í Belgrad í Serbíu og írski leikstjórinn Macdara Kelleher (Black ’47).
Ingvar sjálfur var valinn sem rísandi stjarna árið 1999, en meðal annarra íslenska leikara má nefna Heru Hilmarsdóttur og Atla Óskar Fjalarsson.