fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Gjaldþrot Bjarka nam 71 milljón

Engar eignir fundust í búi Bjarka Gunnlaugssonar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum á gjaldþrotabúi Bjarka Bergmanns Gunnlaugssonar, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu, er lokið. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rétt tæpri 71 milljón króna, samkvæmt tilkynningu um skiptalokin sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.

Bjarki var úrskurðaður gjaldþrota 15. júní 2015 en hann og tvíburabróðir hans Arnar hafa verið umsvifamiklir fjárfestar á síðustu árum. Þeir voru stórtækir í byggingarframkvæmdum hér á landi í aðdraganda hrunsins í gegnum eignarhlut þeirra í félaginu Hanza-hópurinn ehf. Stofnuðu þeir fjárfestingarfélagið PODA Investments, ásamt Birni Steinbekk, fyrrverandi framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar Sónar.

Sunnlenska fréttablaðið fjallaði í mars 2014 um kaup tvíburabræðranna á tveimur fjölbýlishúsum á Selfossi. Fasteignirnar, Eyrarvegur 48 og Fossvegur 8, voru áður í eigu Íbúðalánasjóðs og samkvæmt frétt blaðsins nam kaupverðið á sjötta hundrað milljóna króna. Ekki kom fram hvaða félag í eigu bræðranna keypti blokkirnar en þær eru í dag í eigu eins stærsta leigufélags landsins, Heimavalla. Áttu þeir stóran þátt í stofnun félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti að bílnum hefði verið stolið – Svo reyndist ekki vera

Tilkynnti að bílnum hefði verið stolið – Svo reyndist ekki vera
Fréttir
Í gær

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaleið um gervihnetti komin í rekstur hjá Farice

Varaleið um gervihnetti komin í rekstur hjá Farice
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”

Sólveig Anna sendir fyrrverandi þingkonu pillu – „Hér er dæmi um ruglið sem mætir mér”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins