Eins og við höfum sagt frá eru margir sem borða eftir svokölluðu ketó mataræði, eða lágkolvetna mataræði. Það snýst um að sneiða kolvetni úr mataræðinu að mestu leyti.
Hins vegar eru margir sem sakna kolvetnanna, til dæmis pítsu. Hér er hins vegar á ferð pítsabotn sem inniheldur aðeins eitt gramm af kolvetnum en aðalhráefnið í botninum er kjúklingahakk. Þvílíkt lostæti.
Hráefni:
450 g kjúklingahakk
½ bolli rifinn ostur
1 tsk. ítalskt krydd
¼ tsk. salt
þitt eftirlætis pítsaálegg
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Blandið hakki, osti, kryddi og salti vel saman með höndunum. Setjið blönduna á smjörpappírsklædda ofnplötu og dreifið úr henni til að mynda pítsabotninn. Bakið í 20 mínútur. Takið úr ofninum og setjið ykkar eftirlætis álegg á pítsuna. Bakið í 10 mínútur til viðbótar. Leyfið pítsunni að kólna lítið eitt og borðið svo.