Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðrúnu Birtu Gunnarsdóttur 22 ára.
Ekkert er vitað um ferðir hennar frá því um kl. 5 síðastliðna nótt í Breiðholti. Guðrún Birta er 152 cm á hæð, með skolleitt millisítt hrokkið hár og smá ör undir öðru auga. Talið er að Guðrún Birta sé klædd í svartar joggingbuxur, dökkbláan mittisjakka og í hvítum sandölum, með bláan bakpoka. Einnig gæti hún verið með ljósbrúnt poncho yfir sér.
Íbúar í Breiðholti og nágrenni eru beðnir um að leita í nær umhverfi sínu (til dæmis kjallarar, ruslageymslur og svo framvegis).
Uppfært klukkan 03.47
Guðrún Birta er fundin.