Berglind festival kafar ofan í fullveldissögu Íslands 1918-2018 í þáttum sínum Fullveldis Festival, sem sýndir eru í Vikunni á RÚV.
Fjórði þáttur var á dagskrá á föstudagskvöld og þar fer Berglind yfir árin 1978-1998, en þættirnir verða alls fimm.
Í þættinum tekur Berglind meðal annars fyrir Þorskastríðið, Eurovision og afléttingu bjórbannsins á Íslandi.
„Árið 1986 hófst sá skemmtilegi siður meðal Íslendinga að vera alltaf rosalega hissa á því hversu illa gekk í Eurovision,“ segir Berglind.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, ræddi um lok bjórbannsins og Berglind hann meðal annars hvort fólk hafi hatað það að hafa gaman.