fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Með og á móti – Mannanafnanefnd

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. febrúar 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Baldur Sigurðsson, dósent í íslensku við Háskóla Íslands

Þetta eru þau lög þar sem finna má íslenska málstefnu í framkvæmd. Ef þau eru endurskoðuð þá þarf að endurskoða íslenska málstefnu. Í Bandaríkjunum þarf ekki málstefnu því tungumálið þarf ekki að verja, í krafti stærðarinnar þá er enginn sem setur spurningarmerki við hvernig ensk tunga er rituð og tungumálið sér um það sjálft að aðlaga erlend nöfn. Íslenska er hins vegar algjört minnihlutamál í heiminum og þess vegna þarf slíkt tungumál vernd og stuðning. Ólíkt enskunni þá þurfum við að binda verndina í lög því aðlögunin gerist ekki sjálfkrafa.

Það er grundvallarmisskilningur í umræðunni að mannanafnanefnd sé eitthvert atriði í þessu, þetta er bara spurning um að hafa eftirlit með að lögunum sé framfylgt. Í nágrannalöndunum, eins og til dæmis Svíþjóð, eru það bara nafnlausir embættismenn inni í ráðuneytinu sem hafa eftirlit með því að farið sé eftir lögunum. Nefndin í dag er bara skipuð af sérfræðingum úti í bæ sem eru gerðir að blóraböggli fyrir því hvernig lögunum sé framfylgt og settir í gapastokk í hvert sinn sem tekin er ákvörðun.


Á móti

Þórlaug Ágústsdóttir, Pírati og móðir Kilians

Við hjónin ákváðum að velja nafnið Kilian á strákinn okkar, þetta er írskt dýrlinganafn, notað víða um Evrópu og strákurinn fæddist nálægt degi heilags Kilians. Svo fengum við „Nei“ frá mannanafnanefnd, þá megum við ekki skíra hann nafninu og fáum tillögur til baka. Þá vildu þeir að við skírðum hann Kiljan eða Kilían. Við kyngdum því og skírðum hann Kilían, en svo fluttum við til Danmerkur þegar Kilian var fjögurra ára og bjuggum þar í sex ár. Þegar við komum aftur heim þá fengum við breytinguna í gegn því hann var kominn með skilríki sem á stóð hans rétta nafn.

Það hafa einu sinni eða tvisvar verið gerðar athugasemdir við nöfn á grundvelli barnaverndar, annars snýst þetta bara um íslenska málhreinsun og þjóðernisstefnu. Af hverju er hið opinbera að skipta sér að einhverju sem kemur því ekkert við? Þetta er bara til að passa að hingað komi ekki alþjóðleg áhrif. Varðandi ættarnöfn þá snýst þetta bara um að passa þetta gamla ættarnafnasnobb, sem var til þess að merkja þá sem voru í yfirstétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Í gær

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við