fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Thomas Møller dæmdur í 19 ára fangelsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi  í Landsrétti fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot.. Dómurinn var kveðinn upp um tvöleytið. Thomas mætti ekki í réttarsal til að hlýða á dómsuppkvaðninguna.

Dómurinn er staðfesting á dómi héraðsdóms.

Hann hefur ávallt neitað sakargiftunum og áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Aðalmeðferð fyrir Landsrétti  fór fram í október. Thomas vísaði á skipsfélaga sinn á Polar Nanoq, Nikolaj Olsen, sér til varnar. Sagði Thomas það líklegt að Nikolaj hefði orðið henni að bana. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sagði á móti að enginn vafi væri á sekt Thomasar.

Thomas viðurkenndi í fyrstu yfirheyrslu í málinu að hafa tekið Birnu upp í rauðan KIA bílaleigubíl sem hann hafði tekið á leigu. Hann sagði að önnur stúlka hefði líka verið í bílnum og að hann hefði ekið með þær báðar til Hafnarfjarðar, kysst Birnu í aftursæti bílsins og látið þær út við hringtorg í Vallahverfinu að ósk þeirra beggja.

Fingraför Thomas fundust á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í togaranum Palar Nanoq þar sem Thomas starfaði sem sjómaður. Blóð Birnu fannst jafnramt í úlpu Thomasar. Thomas hélt því m.a. fram fyrir Landsrétti að úlpan gæti ekki verið hans þar sem hún væri of lítil. Fékk hann að máta úlpuna til að styðja við mál sitt.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á þyngingu refsingar yfir Thomasi fyrir Landsrétti þar sem hann reyndi að koma sökinni yfir á Nikolaj Olsen.

Málið hefur reynst foreldrum Birnu, þeim Brjáni og Sigurlaugu, erfitt.  Eftir að dóm héraðsdóms treysti Sigurlaug sér ekki til að ræða dóminn, en þá hafði umfjöllun um málið verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum og reyndi mikið á hana.

Sigurlaug biðlaði til almennings að tala ekki um Birnumálið, Birna væri þarna alsaklaus og ekki ætti að tengja málið við fórnalambið.

Í umfjöllun DV frá janúar 2017 lýstu Brjánn og Sigurlaug dóttur sinni sem yndislegri, ungri konu, sem var heilsteypt, gefandi, hugmyndarík og lifði skemmtilegu lífi.

Móðir hennar sagði að hún vonaðist til að Íslendingar myndu eftir Birnu sem fallegum, hæfileikaríkum og góðhjörtuðum húmorista. Stúlku sem þorði að standa á sínu, vildi öllum vel og elskaði heiminn. „Þetta er Birna. Munið hana svona.“

 

Hér má lesa umfjöllun DV um Birnu frá janúar 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Í gær

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Í gær

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu