fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Júlían heimsmethafi – „Íþróttamenn eiga að vera lyfjaprófaðir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 24. nóvember 2018 19:00

Júlían J.K. Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlían J. K. Jóhannsson má með réttu kalla mann með mönnum. Hann er 25 ára Reykvíkingur sem á dögunum sló heimsmet í réttstöðulyftu á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum í Halmstad í Svíþjóð og það í tvígang. Blaðamaður settist niður með Júlían og ræddi við hann um heimsmetið, kraftlyftingar og lífið.

Meðfylgjandi er brot úr stærra viðtali sem birtist í nýjasta helgarblaði DV.

Júlían er fæddur árið 1993. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann stundað kraftlyftingar í tæpan áratug og hefur á þeim tíma hlotið, meðal annars, þrjá Íslandsmeistaratitla í kraftlyftingum og fjóra í réttstöðulyftu, tvo heimsmeistaratitla í unglingaflokki, titilinn Íþróttamaður ársins 2015 og svo hefur hann slegið 210 met og á í dag á þriðja tug af þeim metum. Árið 2018 má með sanni kalla hans besta ár til þessa, en á árinu hefur hann slegið öll sín persónulegu met sem og heimsmet, ekki einu sinni heldur tvisvar.

Júlían tók á móti blaðamanni á hlýlegu heimili sínu þar sem hann bauð upp á rjúkandi heitt kaffi úr mokkakönnu með vænni slettu af próteindrykk á meðan hvolpurinn Stormur fylgdist, af takmörkuðum áhuga, með frá gólfinu.

Fann köllunina

Júlían hefur verið stór og sterkur frá því að hann man eftir sér. Áður en hann lagði stund á kraftlyftingar þá æfði hann körfubolta. „Ég eignast þar mjög góða vini sem ég á enn í dag og fæ þar nasasjón af íþróttaiðkun,“ segir Júlían. Þrátt fyrir að hafa ákaflega gaman af körfubolta og að hafa notið þess góða anda sem ríkti í keppnisferðum og í búningsklefanum þá fór hugur Júlíans um 15 ára aldurinn að reika frá körfuboltanum. Hann fann á sér að hann hefði ekki þann áhuga sem þarf til að láta að sér kveða í körfunni og leitaði þá inn á líkamsræktarstöðvarnar þar sem hann fór að lyfta og fann um leið að lyftingar væru hans köllun og varð þá ekki aftur snúið. „Ég held það hafi allaf blundað í mér löngunin til að verða mjög stór og sterkur,“ segir hann. Kraftlyftingar heilluðu hann upp úr skónum og körfuboltinn varð að víkja.

Þegar Júlían byrjaði í kraftlyftingum leit hann einkum upp til Auðuns Jónssonar úr Breiðabliki. Auðunn Jónsson var einn fremsti kraftlyftingamaður Íslands um áratuga skeið og þekkir Júlían til fárra sem hafa keppt í íþróttinni jafn lengi.

Trúir á lyfjapróf

Aflraunakeppnir á borð Vestfjarðavíkinginn og Sterkasta mann Íslands þekkja landsmenn flestir vel og hefur Júlían íhugað að taka þátt í þeim, en hikar þó við því þar er engin krafa sett fram um að keppendur fari í lyfjapróf. „Ég er þeirrar skoðunar að íþróttamenn eigi að vera lyfjaprófaðir og tók ákvörðun snemma á mínum ferli um að ég vildi keppa í íþróttum þar sem slíkt tíðkast,“ segir Júlían en Kraftlyftingasamband Íslands er innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem fer eftir skilyrðum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA, um lyfjaeftirlit og prófanir.

Allt er hægt

Ekki er hlaupið að því að gerast atvinnumaður í kraftlyftingum þó svo Júlían vilji gjarnan verða slíkur. Í dag þarf hann að sinna vinnu samhliða lyftingunum til að hafa í sig og sína. „Ég er samt rosalega þakklátur að geta stundað það sem mér þykir svona skemmtilegt og að fá tækifæri til að keppa á þessum stóru mótum.“ Hann hefur verið lánsamur og hlotið styrki frá Íþróttasambandinu, Kraftlyftingafélaginu Ármanni og Mjólkursamsölunni svo dæmi séu tekin og fyrir það er Júlían innilega þakklátur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“