fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Segir íslenska umskurðarfrumvarpið „hættulega aðför gegn trúfrelsinu“

Auður Ösp
Föstudaginn 9. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reinhard Marx, kardínálinn í München og einn af nánustu ráðgjöfum Frans páfa segir umskurðarfrumvarpið sem lagt var fram á Íslandi á dögunum vera „hættulega aðför gegn trúfrelsinu.“Umrætt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna Framsóknarflokksins, Vinstri grænna, Flokks fólksins og Pírata var lagt fram á Alþingi þann 31.janúar síðastliðinn. Nái frumvarpið fram að ganga mun umskurður drengja vera bannaður, nema af heilsufarsástæðum. Brot gegn löggjöfinni kemur til með að varða allt að sex ára fangelsi.

Umskurður á drengjum tíðkast í nokkrum trúarbrögðum, þar á meðal í gyðingadómi og íslam. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs en á meðal múslima er algegnara að trúarathöfnin sé framkvæmd þegar drengir eru í kringum tíu ára aldurinn.

Í yfirlýsingu sem Marx gaf frá sér sem formaður Evrópusambandssnefndar kaþólska biskuparáðsins (COMECE) lét hann eftirfarandi ummæli falla:

„Það er lögmætt markmið samfélagsins að standa vörð um heilsufar barna sinna en í þessu tilviki er verið að úthúða ákveðnu trúarbrögðum án þess að hafa nokkur vísindaleg rök. Það er gífurlegt áhyggjuefni.“

Þá bætti hann við: „COMECE lítur á allar tilraunir til hefta trúfrelsi einstaklinga sem óásættanlegar. Glæpavæðing á umskurði drengja er róttæk aðgerð sem vekur upp miklar áhyggjur.“

Fram kemur í grein Angelo að í fjölmörg ár hafi verið uppi rökræður um heilsufarslega áhætta umskurðar í nokkrum löndum Evrópu en aðgerðin hefur þó hvergi verið bönnuð með lögum. Fram kemur að aðeins nokkur hundruð múslimar búa á Íslandi, og í kringum hundrað gyðingar.

Á vef Yetnews, fréttuveitu sem flytur fréttir af málefnum gyðinga kemur fram að Yfirrabbínar Danmerkur og Óslóar, bræðurnir Yair Melchior og Yoav Melchior, mótmæli frumvarpinu fyrir hönd gyðinga á Íslandi og óttist að frumvarpið setji hættulegt fordæmi fyrir önnur lönd. Vekja þeir athygli á að samfélag gyðinga og múslima á Íslandi sé mjög fámennt.

„Þar af leiðandi heyrast nær engar mótmælaraddir gegn frumvarpinu. Það eina sem mun hjálpa er þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu.“

Evrópska rabbínaráðið hefur einnig sent frá sér ályktun þar sem fram kemur segir að umskurður á drengjum sé stór hluti af gyðingatrú og engin stjórnvöld geti hindrað að gyðingar að framkvæma þá trúarathöfn.

„Við hvetjum þingmenn til að hafna þessari hörmulegu löggjöf og halda áfram að styðja gyðinga í trúariðkun sinni án takmarkana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar