fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Guðni Már sagði upp: Yfirgefur Næturvaktina og heldur til Kanaríeyja

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Már Henningsson einn af vinsælustu útvarpsmönnum landsins hefur sagt upp störfum á Rás 2. Tilkynnti hann það á Facebooksíðu sinni, en þegar hann hættir verða árin á Rás 2 farin að nálgast 24 ár.

Yfirlýsing Guðna Más hljóðar svo:

„Tilkynning frá Næturvakt Rásar 2.
Ég hóf starf á Rás 2 3. maí 1994, sama dag og eldri dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með Næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum. Undanfarin ár hef ég verið með Næturvakt á laugardögum og hoppað inn þegar þurfti að leysa af og á hátíðisdögum. Þetta er búið að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni.
Nú er semsagt komið að því að ég hætti. Ég sagði upp í morgun og síðasta Næturvakt sem ég stjórna verður 31. mars, þannig að það er enn einn og hálfur mánuður sem ég mun vinna.
Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu vinkonu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína.
En, það verður Næturvakt næsta laugardag. Heyrumst þá.
ps. ég mun flytja til Kanaríeyja þegar ég hef lokið skyldum mínum hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað