fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Kynning

KYNNING: Matarkompaníið – Jólin heim

Kynning
Kynningardeild DV
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir hafa ekki sótt mikið í sviðsljósið, Fannar og Guðmundur Óli í Matarkompaníinu í Hafnarfirði, enda ekki ástæða til. Það er nefnilega vitlaust að gera hjá þeim alla daga.

Matarkompaníið er ungt fyrirtæki og staðsett í Helluhrauni 22 þar sem þessir hressu matreiðslumenn ráða ríkjum. Þar er lögð ást og metnaður í hvert handtak sem hefur skilað þeim verulega góðum árangri.

Ég hitti þá félaga fyrir stuttu og náði að spjallaði lítillega við þá því mig langaði að vita meira um hvað væri í gangi og hver væri þeirra lykill að ánægðum gestum.

„Markmið okkar eru ákaflega einföld, að bjóða upp á vel samsetta máltíð sem gefur holla og góða næringu, á góðu og sanngjörnu verði. Þetta hefur heppnast,“ segir Guðmundur.

Jólahlaðborðin aftur heim
„Veisluþjónustan okkar hefur blásið út og eiginlega í samræmi við markmiðin okkar varðandi verð og gæði. Þetta spyrst allt hratt út,“ segir Guðmundur.

„Fyrir jólin höfum við lagt áherslu á jólahlaðborðin og nú er sérlega vinsælt að vera með þau heima. Bæði einstaklingar og fyrirtæki kjósa þann kostinn, enda mun persónulegra. Þetta hefur vakið lukku.“

„Við erum ánægðir og stoltir yfir því sem við bjóðum upp á en jólahlaðborð samanstendur af 20-25 mismunandi réttum, bæði heitum og köldum og þar geta allir fundið eitthvað fyrir sig. Það er eins og maðurinn sagði: ekkert vesen, bara að njóta matarins með vinum og vinnufélögum. Það er eitthvað við það þegar hópurinn hittist einn og sér en týnist ekki á stórum veitingastað, þetta er mun persónulegra. Þetta er vinsælt og best að vera tímanlega með pantanir því við komumst bara yfir að afgreiða takmarkaðan fjölda og sumar helgar eru vinsælli en aðrar.“

Sjá nánar á matarkompani.is

Höfundur: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“