fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Höfðu 36 tíma til að komast í burtu: Fóru alla leið til Íslands og eyddu ekki krónu – Svona fóru þær að því

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Noëlle Zahnd og Milla heimsóttu Ísland á dögunum sem væri undir venjulegum kringumstæðum ekki í frásögur færandi – enda ferðamennirnir sem heimsækja Ísland býsna margir í hverri viku.

Íslendingum – og raunar útlendingum einnig – hefur verið tíðrætt um hversu dýrt það er að vera á Íslandi. En Noëlle og Milla, sem eru báðar frá Sviss, heimsóttu Ísland og eyddu ekki einni einustu krónu á ferðalagi sínu, að minnsta kosti ekki af eigin peningum.

Þær vinkonur stunda báðar nám við Háskólann í Nottingham á Engandi. Skólinn stendur fyrir skemmtilegu verkefni fyrir nemendur sína á ári hverju, The Great Escape, eða Flóttinn mikli, og eiga þátttakendur að reyna að komast eins langt frá Bretlandi og þeir geta á 36 klukkustundum – án þess að eyða peningum.

Á ferðalaginu geta þeir þó safnað peningum sem þeir verða að nota til uppihalds en yfirleitt er um litla fjármuni að ræða sem duga til að seðja sárasta hungrið. Afgangurinn er svo látinn renna til góðgerðarmála sem liðið velur.

„Kærastinn minn var svo elskulegur að skutla okkur út á flugvöll. Það kostaði okkur ekkert en á flugvellinum kynntum við verkefnið og spurðum fólk hvort það væri tilbúið að hjálpa okkur að komast frá Bretlandi. Við gátum keypt flugmiða til Íslands og þegar við komum þangað ferðuðumst við allt á puttanum,“ segir Noëlle í kynningu við myndband af Íslandsförinni sem birtist á YouTube.

Noëlle viðurkennir að þessi ferðamáti hafi ef til vill ekki verið sá öruggasti en engu að síður komust þær heilar heim aftur. „Til að finna gistingu notuðum við app sem heitir Couch Surfing og þannig gátum við dvalið frítt heima hjá fólki,“ segir Noëlle.

Á Facebook-síðu verkefnisins kemur fram að þær vinkonur hafi verið ánægðar með Íslandsferðina. Skemmtilegast þótti þeim að sjá norðurljósin og þá minnast þær sérstaklega á það hvað Íslendingar eru vingjarnlegir.

Annað lið í keppninni komst alla leið til Lúxemborgar á puttanum.

En sigurliðið í ár fór alla leið til Egyptalands eftir að hafa byrjað á að safna peningum í London. Minnstu munaði að liðið kæmist ekki þangað því aðeins eitt sæti var laust í vélinni skömmu fyrir brottför. Einn farþegi mætti ekki í flugið og því opnaðist möguleikinn á beinu flugi fyrir tvo til Egyptalands.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á góðum málefnum og hjálpa hinum ýmsu samtökum sem láta sig félagsmál og náttúruvernd varða. Miðað við ferðalag þeirra vinkvenna þurfa ferðalög ekki alltaf að vera rándýr. Það er líka hægt að skoða heiminn án þess að borga fyrir það fúlgur fjár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti