fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Anna Björg og Gerður hönnuðu hreyfispjöld til heilsueflingar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþrótta- og heilsufræðingarnir Anna Björg Björnsdóttir og Gerður Jónsdóttir fengu áhuga á heilsueflingu eldri borgara í námi sínu og í kjölfarið hugmynd að hreyfispjöldum sem henta fyrir alla. Spjöldin eru komin út og hafa fengið jákvæð viðbrögð.

Anna Björg og Gerður útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík árið 2014 með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Anna Björg er fyrrum knattspyrnukona og Gerður hefur stundað fimleika og bardagaíþróttir frá unga aldri. Líf þeirra og starf snýst um heilsu og hreyfingu enda er það þeirra helsta áhugamál.

„Í náminu kviknaði áhugi okkar á heilsueflingu eldri borgara. Í framhaldi af því fengum við hugmyndina að hreyfispjöldunum.  Hreyfispjöldin eru hönnuð með þennan hóp í huga. Á spjöldunum eru 50 mismunandi æfingar sem auka styrk, liðleika og jafnvægi.  Æfingarnar eru framkvæmdar með eigin líkamsþyngd. Hreyfispjöldin eru í hentugri stærð og á spjöldunum eru líka myndir og góðar útskýringar svo að þau henta bæði byrjendum og lengra komnum,“ segir Anna Björg.

Á lokaári þeirra í náminu fengu þær tækifæri til að  leiðbeina hópi eldri borgara og hanna fyrir þau leikfimi með æfingum við hæfi. „Það kom fljótt í ljós að lítið var til af aðgengilegu efni  á íslensku og þar með kviknaði sú hugmynd að hanna  hreyfispjöld, sérstaklega með eldri kynslóðina í huga,“ segir Gerður.

„Við erum ótrúlega ánægðar með útkomuna og höfum fengið jákvæð viðbrögð frá fólki.  Falleg skilaboð þar sem fólk er að segja hvað þeim þyki þetta  frábær hugmynd, loksins sé eitthvað komið sem sé auðvelt í notkun og ýti þá undir að það geri þá góða morgunrútínu með spjöldin til hliðsjónar. Styrktar-, liðleika- og jafnvægisæfingar eru svo nauðsynlegar fyrir allar daglegar athafnir og til að halda góðri heilsu,“ segir Anna Björg.

„Hreyfispjöldin henta að sjálfsögðu ekki bara eldri kynslóðinni heldur öllum þeim sem langar að auka styrk, liðleika og jafnvægi!“

Allar nánari upplýsingar um hreyfispjöldin má finna á Facebooksíðunni þeirra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“