fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Matur

Þetta er ástæðan fyrir því að parmesan ostur er svona dýr

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 21:00

Mikill tími fer í að búa til parmesan ost.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að parmesan ostur sé munaðarvara, enda afar dýr. Að baki einu oststykki liggur hins vegar gríðarleg vinna.

Eitt svokallað hjól af parmesan osti getur kostað rúmlega þúsund dollara, tæplega 124 þúsund krónur. Eitt hjól er að meðaltali um fjörutíu kíló.

Parmesangerð er risastór iðnaður í Ítalíu og eru að meðaltali 3,6 milljónir parmesan hjóla framleidd á hverju ári. Þessi iðnaður er metinn á 2,2 milljarða evra, hvorki meira né minna og er osturinn ein af helstu útflutningsvörum Ítalíu.

Það er hins vegar góð ástæða fyrir því að osturinn er svona dýr þar sem það getur tekið allt að ár að búa til eitt hjól af parmesan. Þá fara um fimm hundruð lítrar af mjólk í eitt hjól og það er bara hægt að framleiða ostinn á einu svæði í Norður-Ítalíu, í héraðinu Emilia Romagna.

Fjölmiðillinn INSIDER heimsótti ostabú í héraðinu og fékk að fylgjast með ostagerðinni, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“