Sunnudaginn 25. nóvember mun Skjóða Tröllastelpa heimsækja Borgarbókasafnið í Árbæ kl. 13.30.
Skjóða er systir jólasveinanna og lumar hún á heilmörgum skemmtilegum sögum úr Grýluhelli. Jólaundirbúningurinn hjá Skjóðu getur verið skrautlegur þar sem hún er tröllastelpa með tröllaputta og eru sögurnar hennar því skrýtnar og skemmtilegar. Skjóða kemur þennan sunnudag í bókasafnið þar sem hún mun segja sögur og syngja nokkur jólalög með okkur. Tilvalin skemmtun fyrir börnin sem bíða spennt eftir jólunum.
Mörg börn þekkja Skjóðu úr jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu sem jolasveinar.is eru með á YouTube.