fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Jens sýndi Birgittu Haukdal ótrúlegan dónaskap – Svona tók hún á ókurteisi hans

Fókus
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal steig fram í gær og sagði að henni þætti leitt ef hún hefði sært fólk með orðavali í nýjustu bók sinni um Láru sem fer til læknis. Á einum stað er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Vísir birti frétt og greindi frá því að hjúkrunarfræðingar væru ósáttir við orðavalið. Þá deildi Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands einnig á Birgittu. Birgitta hefur lofað að laga mistökin fyrir næstu prentun.

Og eins og Jens Kr. Guðmunds­son bendir á standa nú öll spjót úti og beinast þau að Birgittu Haukdal. Jens er þekktur bloggari hjá Morgunblaðinu og kallar sig þar Jens Guð. Jens hrósar Birgittu og kveðst ætla að gefa sínum barnabörnum bækur hennar. Er Jens mikill aðdáandi Birgittu en hafði áður gert grín að henni á nokkuð kvikindislegan hátt. Árið 2007 var Jens að horfa á Laugardagslögin þar sem Birgitta „raulaði eitt lag.“ Jens hafði aldrei hitt Birgittu og þekkti hana ekkert. Þar sagði Jens:

„Athygli mína vakti óeðlilegur sjálfbrúnkulitur á bringu og höndum Birgittu.  Liturinn var kjánalega gulur.  Þetta þarf að rannsaka.   Það er ástæða til að fá upplýst hvaða sjálfbrúnkukrem lék stelpuna svona grátt.  Það var hörmung að sjá þetta.“

Tveir dagar liðu og þá barst Jens jólakort. Og viti menn, jólakortið var frá Birgittu Haukdal.

„Elsku Jens Guð (teikning af hjarta).  Ég óska þér gleðilegra jóla og vona að þú hafir það yndislegt.  Þín Birgitta H.  P.s. Töfrakremið heitir Beautiful 4 ever (brosmerki).“

Jens segir að jákvæðni Birgittu hafi slegið hann út af laginu. Í dag má skilja sem svo að hann sé mikill aðdáandi. Jens segir um jólakort Birgittu:

„Þar afvopnaði hún mig til lífstíðar.  Steinrotaði mig með óvæntum viðbrögðum.  Síðan hef ég ekki og mun aldrei segja né skrifa neitt neikvætt um hana.  Það er mikið varið í manneskju sem tæklar ókurteisi í sinn garð svona glæsilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað