fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Í hjarta Parísar – Tónleikar í Norræna húsinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 21. nóvember verða tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu kl. 20.00.

Þá flytja Hafdís Vigfússdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari litríka franska efnisskrá, nokkur öndvegisverk franska flautuskólans auk frumflutnings á verki með skírskotun til Parísar, „Les escaliers des rues de Paris“ eftir Gísla J. Grétarsson. Auk þess flytja þau Fantasie op. 79 eftir Fauré, Sónötu nr. 1 eftir Gaubert, Sónötu fyrir flautu og píanó eftir Poulenc og Rómönsu op. 37 eftir Saint-Saëns. 

Hafdís Vigfúsdóttir stundaði framhaldsnám í Hollandi, Frakklandi og Noregi og vann önnur verðlaun í alþjóðlegu keppninni Le Parnasse í París. Sem einleikari hefur Hafdís komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, Ungfóníu, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún leikur kammertónlist með Íslenska flautukórnum og Stirni ensemble og kennir við tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Kristján Karl stundaði framhaldsnám í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Árið 2000 hlaut hann fyrstu verðlaun í framhaldsflokki píanókeppni Íslandsdeildar EPTA. Kristján hefur meðal annars leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og haldið einleikstónleika í Salnum í Kópavogi. Hann er meðleikari og píanókennari við Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Gísli Jóhann Grétarsson tónskáld og stjórnandi starfar nú í Reykjavík eftir 10 ára dvöl við tónlistarstörf í Skandinavíu. Hann hefur samið óperur, kammertónlist og kórverk sem hafa verið flutt á Norðurlöndunum, Ítalíu, Þýskalandi, Austurríki, Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Nú síðast var verk hans VOICELAND flutt af kammerkórnum Hymnodiu á Óperudögum í Reykjavík. Næsta kammerópera Gísla, Systemet, verður frumflutt í Osló vorið 2020.

Aðgangseyrir er 3.000 kr. og 2.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“