Kvartett Leifs Gunnarssonar heldur tónleika undir yfirskriftinni Tónn úr tómi – stolin stef.
Efnisskráin saman stendur af nýrri tónlist sem frumflutt verður á tónleikunum.
Tónlistin fer um víðan völl en á það sameiginlegt að sækja innblástur beint og óbeint í verk stóru nafna sígildu tónskáldanna. Leifur hefur tekið að láni mótív, hljóma eða form og gert að sínu. Á tónleikunum mun hann segja frá uppruna stefanna og úrvinnslunni.
Ásamt Leifi skipa kvartettinn Sunna Gunnlaugsdóttir (píanó), Snorri Sigurðarson (trompet/ flugelhorn) og Scott McLemore (slagverk).
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Föstudaginn 23. nóvember kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 24. nóvember kl. 13:15-14:00